top of page
Þróun kvenna í Íslensku samfélagi.
Kvennfrídagurinn.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman í upphafi árs 1975 til að skipuleggja aðgerðir ársins og héldu m.a. fjölsótta ráðstefnu í júní þar sem staða og kjör kvenna voru rædd og fjölmargar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þeirra var tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni þess efnis að konur tæku sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október.

Myndbrot af rauðsokkum að syngja Áfram stelpur á kvennafrídeginum 1975.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Er fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegisráðherra, fyrrum forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra. Hún er nú á þingi fyrir Viðreisn (síðan 2016) og hefur verið formaður flokksins frá árinu 2017.Þorgerður sat á Alþingi á árunum 1999-2013, fyrst fyrir Reykjaneskjördæmi en fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2003. Hún var menntamálaráðherra á árunum 2003-2009 og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2005-2010. Árið 2016 fór hún aftur á þing fyrir Viðreisn og var endurkjörin á þing fyrir sama flokk árið 2017.

Anna Sigurðardóttir.
Var stofnandi og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.
Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Anna tók virkan þátt í starfi kvenfélaga og lagði kvennabaráttunni lið með margvíslegum hætti en þann 1. janúar árið 1975 stofnaði hún Kvennasögusafn Íslands og veitti safninu forstöðu meðan hún lifði. Safnið var lengi rekið á heimili Önnu á Hjarðarhaga í Reykjavík en opnaði í Þjóðarbókhlöðunni sama ár og Anna lést. Anna Sigurðardóttir var gerð að heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1986, fyrst íslenskra kvenna, fyrir brautryðjendastarf í íslenskum kvennarannsóknum.
bottom of page