top of page
Ástæðan af hverju við erum með þær sem þríeykið okkar er vegna þess að þær voru/eru stór partur af þróun kvenna í Íslensku samfélagi. Auður var fyrsti kvenmanns borga- og bæjarstjóri, Ingibjörg var fyrsta konan kjörin á alþingi og Vigdís var fyrsti kvenmanns forseti í heimi.
Ingibjörg H. Bjarnason.
Ingibjörg var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 14. Desember 1867 en lést 30. Október 1941. Hún stundaði nám hjá Þóru Pétursdóttur biskups og stundaðu framhaldsskóla nám í kaupmannahöfn en dvaldist aðeins lengur erlendis og kynnti sér skólahald aðallega í Þýskalandi og Sviss. Hún vann sem kennari í kvennaskólanum í Reykjavík 1903-1906, einnig var hún líka formaður landspítalasjóðs nefndar frá stofnun sjóðsins 1915 til æviloka. Hún var líka í landsbankanefnd 1928-1932, í menntamálaráði 1928-1934. Hún var landskjörinn alþingismaður 1922-1930 (Kvennalistinn eldri, Íhaldsflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn.
Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís er fædd 15. Apríl 1930. Vigdís varð stúdent árið 1949, hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í háskóla í París 1949- 1953. Hún stundaði nám við leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1953- 1958 hún tók einnig BA-próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís var heiðursdoktor og heiðursprófessor víðsvegar um heiminn. Hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við eftirfarandi háskólum í Frakklandi 2x, Bandaríkjunum 3x, Kanada 4x, Bretlandi 2x, Svíþjóð 1x, Finnlandi 1x, Tokyo, Japan og Háskóla Íslands. Vigdís var kjörin forseti 29. Júní 1980, varð síðan endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, hún varð síðan endurkjörinn aftur í kosningum 1988 og varð síðan aftur kjörin án atkvæðagreiðslu 1992 en lét af embætti 1996.
Auður Auðuns.
Var íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Fæddist hún 18 febrúar 1911 og lést 19. október 1999. Auður tók stúdentspróf við menntaskólann í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1935. Auður starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í 20 ár enda var hún fyrsta konan á Ísalndi til . Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík, forseti bæjarstjórnar og síðar borgarstjórnar á árunum 1946-1970. Auður var fyrsta konan sem gegndi embætti borgastjóra Reykjavíkur. Hún var alþingismaður Reykvíkinga 1959- 1974 (Sjálfstæðisflokkur). Varaþingmaður Reykvíkinga Maí 1947 og Október 1948, hún var einnig dóms- og kyrkjumálaráðherra 1970- 1971.
bottom of page