top of page

 Á vinnumarkaði er staða kynjanna ólík, sérstaklega hvað varðar metorð og laun. Rannsóknir Jafnréttisstofu hafa sýnt að störf innan uppeldis, ummönunnar og þjónustugeirans eru að miklu leyti í höndum kvenna. Í iðnaðar- og tæknisstörfum og embættis eða stjórnunarstörfum eru karlar í miklum meirihluta. Mikill fjöldi kvenna er í hlutastarfi á meðan slíkt heyrir til undantekninga hjá körlum.

Árið 2013 voru 65% kvenna í fullu starfi samanborið við 86% karla, árið 2004 voru tölurnar 63% kvenna á móti 90% karla. Mælingar hafa einnig leitt í ljós að kynjabundinn launamunur sé mikill. Árið 1980 voru konur með 47% af atvinnutekjum karla, 52% árið 1995 og 65% árið 2013. Ásamt því skipa konur aðeins 12% áhrifastaða á vinnumarkaðnum. Það er ljóst að staða kvenna er almennt veikari en staða karla í samfélaginu, einkum þegar litið er til launa og möguleika á starfsframa.







Nú á þessu ári gaf Hagstofan út tölur um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi en í lok ársins 2018 voru einungis 26,2% stjórnarmenn í fyrirtækjum konur en um er að ræða fyrirtæki með 50 launþega eða fleiri. Þegar kemur að stöðu kvenna sem eru framkvæmdarstjórar þá stendur hlutfall þeirra nær í stað milli áranna 1990, en þá voru 22,1% kvenna í þeirri stöðu, og í lok árs 2017  en þá voru þær 23,9% . Það segir okkur að prósentan hefur ekki hækkað mikið og það má bæta í íslensku samfélagi. Ef litið er á æðstu stjórnendur í fyrirtækjum innan íslenska fjármálageirans má sjá að æðstu stjórnendastöðurnar eru 88 talsins og af þessum 88 stjórnendum þá eru 80 þeirra karlar sem segir okkur það að einungis 8 konur eru í æðstu stjórnendastöðunum. Það eru þá 91% karlar sem stýra fyrirtækjum í íslenska fjármálageiranum og einungis 9% konur. Það má því segja að það séu karlarnir sem stjórna Íslenska samfélaginu hvort sem það er á sviði stjórnmála eða fjármála.

bottom of page