top of page

Á Íslandi var réttur kvenna til menntunar takmarkaður allt fram til ársins 1911. Konur voru ekki taldar þurfa á annari menntun að halda en þeirri hefðbundnu félagslegu stöðu. Enda var hæfileiki kvenna til þess að menta sig talin afar takmarkaður. Konum var boðin kennsla í sérstökum stúlknaskólum og húsmæðraskólum. Kennslan fólst í leiðsögn í hefðarbundnum verkefnum kvenna, heimilisfræðum, umönnun og hjúkrun.

Screenshot_20210527-142849_Docs.jpg

Árið 1911 fengu konur sama rétt og karlar til mentunar og próftöku í öllum menntastofnunum landsins. Þær fengu einnig jafnan aðgang að styrkjum, ásamt heimild til að gegna opinberum embættum.

Kennarar segja að það hafi aukist að konur sæki í raungreinar eins og tækni-og verkfræði en karlar leiti síður í hjúkrunarfræði eða kennaranám. Þar sé allt að 90% nemenda konur. „Þannig að strákarnir eru ekki að leita í þær greinar og við þurfum að breyta því.“ Konur eru einnig mun fleiri en karlar í kennarastétt. Konur eru 91% þeirra sem eru nú í kennaranámi við Háskóla Íslands. Washington Post segir að aukning hafi orðið meðal karla í náminu eftir þátttöku Pollapönks í Eurovision árið 2014 en tveir meðlima hljómsveitarinnar eru leikskólakennarar. Sérfræðingar telji að besti árangurinn gegn fastmótuðum kynjahugmyndum um ákveðin störf náist með því að hafa góðar fyrirmyndir sem gangi gegn þeim. Í Washington Post kemur fram að þótt karlar séu aðeins fleiri meðal íslensku þjóðarinnar þá klári fleiri konur BA- og MA-gráður en karlar. Það sama eigi við um doktorsgráður. Þessar upplýsingar hefur blaðið frá Jafnréttisstofu. 59 prósent kvenna á höfuðborgarsvæðinu hafi klárað háskólanám en 45 prósent karla. Á landsbyggðinni sé hlutfallið 40 prósent kvenna og 19 prósent karla. 

Þessi þróun virðist koma fram á fyrstu skólastigum og rannsóknir sýni að stúlkur leggi harðar að sér fyrr en drengir líklegri til að hætta námi og byrja að vinna. 29 prósent drengja hætti námi í menntaskóla og 21 prósent stúlkna. 

Screenshot_20210531-232323_Chrome.jpg

Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað kynjahalla. Hún segir í viðtali við Washington Post að konum hafi verið sagt að ástæða þess að þær fengju minna borgað en karlar væri sú að þær væru ekki nógu mikið menntaðar. „Þannig að þær fóru í háskólanám. Allir töldu að þetta hefði ekki áhrif á karla.“

bottom of page