top of page
Stjórnmál.
Við komumst að því að konur hafa en ekki náð sömu réttindum og karlmenn. Þó árið sé 2021 og margar kvennmanns fyrirmyndir eru til staðar á Íslandi, þá er enn ekki jafnrétti. Við gerðum allskonar rannsóknir, til dæmis þróun kvenna í stjórnmálum, stöðu kvenna í námi, atvinnu og einnig launamun kynjana og komumst að því að jafnrétti á sér ekki stað. Við höfðum samband við skrifstofu Alþingis og var okkur gefið samband við Helgu Einarsdóttur sem er fræðslustjóri Alþingis. Við spurðum hana um kynjahlutföllin á Alþingi 2021. Hún svarar því að 25 konur sitja á Alþingi og er það 39,6% sem þýðir að það eru 38 karlmenn eða 60,4%. Fyrsta konan á Alþingi var kjörin 1922 og sat þar í átta ár. Þar byrjaði þróunin kvenna í íslenskum stjórnmálum. En rétt um 7 árum áður fengu konur kosningarétt, eða árið 1915. Í alþingiskosningunum 25. apríl 2009 náðu 27 konur kjöri og varð hlutfall kvenna á þingi þá 42,9% en í alþingiskosningunum 27. apríl 2013 fækkaði konum aftur niður í 25 konur eða 39,7%. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum hefur farið hægt vaxandi. Árið 1950 voru 0,6 % konur í sveitarstjórnum, 12,4% árið 1982, 31,1% árið 2002 og árið 2010 voru konur 39,8 % kjörinna fulltrúa. Talað er um að jafnrétti sé náð þegar hlutfall skiptingunni 40%-60% hefur verið náð. Við tókum viðtal við Vigdís finnbogadóttur fjórða forseta lýðveldisins og fyrsta kvenmanns forseta í öllum heiminum. Hún sagði okkur að viðbrögðin heimsins þegar hún var kosin forseti var undrun, en seinna pældi fólk ekki það mikið í því.
Atvinna.
Í atvinnu er þetta en óréttlátt, Ef litið er á æðstu stjórnendur í fyrirtækjum innan íslenska fjármálageirans má sjá að æðstu stjórnendastöðurnar eru 88 talsins og af þessum 88 stjórnendum þá eru 80 þeirra karlar sem segir okkur það að einungis 8 konur eru í æðstu stjórnendastöðunum. Það eru þá 91% karlar sem stýra fyrirtækjum í íslenska fjármálageiranum og einungis 9% konur. Það má því segja að það séu karlarnir sem stjórna Íslenska samfélaginu hvort sem það er á sviði stjórnmála eða fjármála. Í gamla daga þá voru það bara karlar sem fengu að fara í vinnu meðan konur áttu að sitja heima en sem betur fer þá er það ekki alveg þannig lengur. Árið 2013 voru 65% kvenna í fullu starfi samanborið við 86% karla, árið 2004 voru tölurnar 63% kvenna á móti 90% karla. Árið 2021 þá hafa helmingi fleiri konur farið í atvinnu og þróaðist kvenna samfélagið mikið, við höfum fullt af flottum lögregluþjónum, kennurum, alþingiskonum og fleira.
Nám.
Einnig komumst við að því að mun fleiri konur eru í háskólanámi 2021 en karlar. Yfir 70% af nemendum í háskólum eru konur og 30% karlar. Bara 10% karla eru í hjúkrunarnámi við Háskóla Íslands meðan hin 90% eru bara konur. Í menntaskólum er líka meirihlutinn stelpur og mun fleiri stelpur útskrifast en strákar. Í tölvunarfræði gegnum árin 1997-2017 hafa karlar verið 76% meðan konur bara 24%. Þótt færri karlar útskrifast úr háskóla hafa rannsóknir sýnt að þeir fái þrátt fyrir það hærri laun og ganga frekar í betri störf en konur.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að það eru mun fleiri konur sem sækja um háskólanám en karlar. Konur fengu ekki rétt til menntunar fyrr en 1911, sem eru 110 ár síðan konur á Íslandi fengu sama rétt til menntunar og próftöku og karlmenn.
Laun.
Árið 2019 fengu konur 14% lægri laun en karlar. Á árunum 2000-2015 þá var launamunurinn milli 8,5%-15,3%. Það er mjög óréttlátt og ættum við að berjast fyrir sömu launum fyrir sömu vinnuna.
bottom of page